Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 12:33 Kerem Akturkoglu í leiknum gegn Íslandi í gær. Vísir/Getty Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999. Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira
Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira