Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 11:45 Sigurður Ingi Jóhannsson segir engar kollsteypur að finna í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld aukist áfram en það dragi út aukningu þeirra miðað við fyrri ár. Vísir/HMP Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs minnki um aðeins eitt prósentustig á næsta ári og verði 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Þær hafa þó lækkað hraðar undanfarin ár en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hafa tekjur ríkissjóðs aukist mikið með auknum umsvifum í efnahagslífinu. Töluvert er um ný og eða aukin útgjöld í frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra stjórnvöld sýna aðhald með frumvarpinu og skapa skilyrði fyrir hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Hefði ekki verið hægt að skera meira niður í nýjum framlögum og greiða frekar hraðar niður skuldir? „Nýju framlögin eru fjármögnuð með hagræðingu og aðhaldi í ríkisrekstri og betri nýtingu. Þannig að við erum ekki að auka ríkisumsvifin. Eins og ég kynnti í kynningunni er þetta fimmta árið í röð sem við erum að minnka ríkisumsvif í hlutfalli af hagkerfinu,“ segir fjármálaráðherra. Þetta viðhaldi aðlögun ríkisfjármála eftir þensluna sem fylgdi árunum á eftir covid faraldrinum og tryggi að fólk hafi atvinnu. Sérstakar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga kosta ríkissjóð 14 milljarða á næsta ári og útgjöld vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu aukast um mitt næsta ár. Þá hækkar frítekjumark ellilífeyris um 46 prósent á næsta ári og barnabætur hækka. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar einnig í samræmi við verðlag um 6,3 prósent. Sigurður Ingi segir frumvarpið byggja á fjármálaáætlun til næstu ára sem bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn segi veita nægjanlegt aðhald til að ná niður verðbólgu. „Samkvæmt spám Seðlabankans er verðbólgan að fara hratt niður. Við sjáum að hún er að fara niður. Þetta er að koma og við þurfum að hafa úthald til þess. En við erum að forðast kollsteypur," segir fjármálaráðherra. „Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu fjárlagafrumvarpsins í morgun. Meðal nýrra og aukinna verkefna má nefna aukin stofnframlög í almenna íbúðakerfið, uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, byggingu á nýju fangelsi, ásamt byggingu Þjóðarhallar og legudeldar við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá má viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs minnki um aðeins eitt prósentustig á næsta ári og verði 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Þær hafa þó lækkað hraðar undanfarin ár en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hafa tekjur ríkissjóðs aukist mikið með auknum umsvifum í efnahagslífinu. Töluvert er um ný og eða aukin útgjöld í frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra stjórnvöld sýna aðhald með frumvarpinu og skapa skilyrði fyrir hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Hefði ekki verið hægt að skera meira niður í nýjum framlögum og greiða frekar hraðar niður skuldir? „Nýju framlögin eru fjármögnuð með hagræðingu og aðhaldi í ríkisrekstri og betri nýtingu. Þannig að við erum ekki að auka ríkisumsvifin. Eins og ég kynnti í kynningunni er þetta fimmta árið í röð sem við erum að minnka ríkisumsvif í hlutfalli af hagkerfinu,“ segir fjármálaráðherra. Þetta viðhaldi aðlögun ríkisfjármála eftir þensluna sem fylgdi árunum á eftir covid faraldrinum og tryggi að fólk hafi atvinnu. Sérstakar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga kosta ríkissjóð 14 milljarða á næsta ári og útgjöld vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu aukast um mitt næsta ár. Þá hækkar frítekjumark ellilífeyris um 46 prósent á næsta ári og barnabætur hækka. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar einnig í samræmi við verðlag um 6,3 prósent. Sigurður Ingi segir frumvarpið byggja á fjármálaáætlun til næstu ára sem bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn segi veita nægjanlegt aðhald til að ná niður verðbólgu. „Samkvæmt spám Seðlabankans er verðbólgan að fara hratt niður. Við sjáum að hún er að fara niður. Þetta er að koma og við þurfum að hafa úthald til þess. En við erum að forðast kollsteypur," segir fjármálaráðherra. „Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu fjárlagafrumvarpsins í morgun. Meðal nýrra og aukinna verkefna má nefna aukin stofnframlög í almenna íbúðakerfið, uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, byggingu á nýju fangelsi, ásamt byggingu Þjóðarhallar og legudeldar við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá má viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12
Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31
Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent