Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 11:51 Forstjóri Landsvirkjunar og forstjóri Orkubús Vestfjarða skrifuðu undir tímamótasamning í húsakynnum Landsvirkjunar í morgun. Vísir/Einar Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða. Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða. Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða.
Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent