Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 13:15 Sigríður Friðjónsdóttir var skipuð ríkissaksóknari árið 2011. Helgi Magnús var skipaður vararíkissaksóknari sama ár. Vísir/Vilhelm Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu embættisins. Þar segir jafnframt að hún hafi tekið málið til meðferðar eftir að hafa fengið bréf frá dómsmálaráðuneytinu í ágúst 2022 þar sem fram hefði komið að það væri á hennar ábyrgð að taka málið fyrir. Á þeim tíma var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. „Með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, barst ríkissaksóknara fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins f.h. dómsmálaráðherra um það til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi,“ segir í greinargerðinni. Bætti ekki ráð sitt Áminninguna veitti hún Helga Magnúsi vegna tjáningar hans, ummæla og orðfæris í opinberri umræðu, á Facebook, sem beindist, meðal annars, að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Honum hafi verið veitt áminning í samræmi við verklag og lög árið 2022 og við það hafi honum verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Þetta segir Sigríður í nýrri tilkynningu sem hún birtir á vef embættisins. Þar rekur hún málið allt frá því að það kom fyrst upp árið 2022 og til dagsins í dag. „Vararíkissaksóknari bætti ekki ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti voru ummæli hans og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi hans sem vararíkissaksóknari, einkum í júlí 2024, enn og aftur með þeim hætti að hann sýndi af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og sú háttsemi varpaði rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ segir í tilkynningunni og það hafi verið hennar mat að þessi framkoma og framganga hafi verið í andstöðu við siðareglur fyrir ákærendur. Á sama tíma hafi úrræði ríkissaksóknara vegna háttsemi vararíkissaksóknara á grundvelli laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verið tæmd. Í ljósi þeirrar stöðu hafi hún tilkynnt honum, með bréfi, að mál hans yrði sent dómsmálaráðherra til meðferðar. „Í tilkynningunni kom m.a. fram að tjáning vararíkissaksóknara hefði gefið þeim einstaklingum, samtökum og hópum fólks sem tjáning hans beindist að, tilefni til að efast um hlutleysi vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, ef til þess kæmi að málefni þeirra væru til umfjöllunar hjá ákæruvaldinu.“ Með bréfi hennar til dómsmálaráðhafi sama dag hafi máli vararíkissaksóknara vísað til meðferðar hjá dómsmálaráðherra sem er stjórnvaldið sem skipaði vararíkissaksóknara í embættið og getur veitt lausn frá því embætti samkvæmt lögum. Ekki kunnugt um að frekari líflátshótanir hafi átt sér stað Í greinargerðinni fer Sigríður einnig ítarlega yfir það þegar henni og Helga Magnúsi hafði báðum farið að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans. Hún segir að gripið hafi verið til ráðstafana en að henni hafi ekki verið kunnugt um að vararíkissaksóknara þættu þær ráðstafanir ekki fullnægjandi fyrr en hann lýsti þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum nýverið. Hún segir viðkomandi einstakling síðar hafa verið kærðan og sakfelldan fyrir refsiverðar hótanir í garð vararíkissaksóknara. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um að umræddur einstaklingur hafi, síðan þau atvik áttu sér stað sem fjallað er um í ofangreindum dómi, haft uppi frekari líflátshótanir gagnvart vararíkissaksóknara eða að hann hafi nálgast eða setið um heimili hans, hvað þá linnulaust í 3 ár, líkt og ætla mætti af ummælum vararíkissaksóknara og umfjöllun fjölmiðla.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu embættisins. Þar segir jafnframt að hún hafi tekið málið til meðferðar eftir að hafa fengið bréf frá dómsmálaráðuneytinu í ágúst 2022 þar sem fram hefði komið að það væri á hennar ábyrgð að taka málið fyrir. Á þeim tíma var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. „Með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, barst ríkissaksóknara fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins f.h. dómsmálaráðherra um það til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi,“ segir í greinargerðinni. Bætti ekki ráð sitt Áminninguna veitti hún Helga Magnúsi vegna tjáningar hans, ummæla og orðfæris í opinberri umræðu, á Facebook, sem beindist, meðal annars, að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Honum hafi verið veitt áminning í samræmi við verklag og lög árið 2022 og við það hafi honum verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Þetta segir Sigríður í nýrri tilkynningu sem hún birtir á vef embættisins. Þar rekur hún málið allt frá því að það kom fyrst upp árið 2022 og til dagsins í dag. „Vararíkissaksóknari bætti ekki ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti voru ummæli hans og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi hans sem vararíkissaksóknari, einkum í júlí 2024, enn og aftur með þeim hætti að hann sýndi af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og sú háttsemi varpaði rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ segir í tilkynningunni og það hafi verið hennar mat að þessi framkoma og framganga hafi verið í andstöðu við siðareglur fyrir ákærendur. Á sama tíma hafi úrræði ríkissaksóknara vegna háttsemi vararíkissaksóknara á grundvelli laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verið tæmd. Í ljósi þeirrar stöðu hafi hún tilkynnt honum, með bréfi, að mál hans yrði sent dómsmálaráðherra til meðferðar. „Í tilkynningunni kom m.a. fram að tjáning vararíkissaksóknara hefði gefið þeim einstaklingum, samtökum og hópum fólks sem tjáning hans beindist að, tilefni til að efast um hlutleysi vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, ef til þess kæmi að málefni þeirra væru til umfjöllunar hjá ákæruvaldinu.“ Með bréfi hennar til dómsmálaráðhafi sama dag hafi máli vararíkissaksóknara vísað til meðferðar hjá dómsmálaráðherra sem er stjórnvaldið sem skipaði vararíkissaksóknara í embættið og getur veitt lausn frá því embætti samkvæmt lögum. Ekki kunnugt um að frekari líflátshótanir hafi átt sér stað Í greinargerðinni fer Sigríður einnig ítarlega yfir það þegar henni og Helga Magnúsi hafði báðum farið að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans. Hún segir að gripið hafi verið til ráðstafana en að henni hafi ekki verið kunnugt um að vararíkissaksóknara þættu þær ráðstafanir ekki fullnægjandi fyrr en hann lýsti þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum nýverið. Hún segir viðkomandi einstakling síðar hafa verið kærðan og sakfelldan fyrir refsiverðar hótanir í garð vararíkissaksóknara. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um að umræddur einstaklingur hafi, síðan þau atvik áttu sér stað sem fjallað er um í ofangreindum dómi, haft uppi frekari líflátshótanir gagnvart vararíkissaksóknara eða að hann hafi nálgast eða setið um heimili hans, hvað þá linnulaust í 3 ár, líkt og ætla mætti af ummælum vararíkissaksóknara og umfjöllun fjölmiðla.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira