Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 06:43 Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli. Landsvirkjun Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira