„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 10:03 Hólmar Örn Eyjólfsson fékk að líta rauða spjaldið á sannkölluðum vendipunkti í leik Víkings og Vals á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. Hólmar fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu, þegar Valur var 2-0 yfir, og Víkingar nýttu sér það til að vinna leikinn og útiloka Valsara endanlega frá titilbaráttunni. „Þetta hefði örugglega verið frábærlega vel gert hjá Val og við værum að hrósa þeim, ef þeir hefðu bara siglt þessu heim og Hólmar hefði ekki farið í þessa tæklingu og fengið rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport. „En maður getur gagnrýnt Val fyrir að nýta sér ekki yfirtöluna, því á þessum kafla frá öðru marki Vals og fram að rauða spjaldinu á Hólmar er ekkert að gerast í leiknum. Þeir leyfa Víkingunum jafnvel bara að vera með boltann. Keyrið bara á þá, nýtið ykkur þetta, og skorið bara þriðja markið og klárið leikinn. Í staðinn kemur rauða spjaldið og það fer allt í skrúfuna hjá Val í kjölfarið,“ bætti Baldur við en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Rautt á Hólmar Atli Viðar Björnsson var vægast sagt ósammála ákvörðun dómarans Sigurðar Hjartar Þrastarsonar um að reka Hólmar af velli. „Hann fræsar hann niður“ „Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt rautt spjald. Mér finnst Hólmar vissulega verða of seinn í að teygja sig í boltann, en hann fer ekki í stoðfótinn á Danijel, ekki í gegnum hann. Hann vissulega setur fótinn fyrir, sem verður til þess að hann bregður Danijel, en það er engin þannig heift í þessu að hann eigi skilið að fá rautt spjald,“ sagði Atli Viðar og sessunaut hans var brugðið: „Það er óskiljanlegt að þú notir orðið óskiljanlegt í þessu mómenti, því þetta er klárlega ljótt brot. Hræðilegt touch og svo kemur hann af fullu afli inn í þetta,“ sagði Baldur. „Hann fræsar hann niður,“ bætti Baldur við en sagði svo: „Eina sem gæti mögulega gert það að verkum að ég sé sammála því að þetta sé ekki rautt er að lappirnar eru ekki uppi.“ „Hann er bara að teygja sig í boltann!“ skaut Atli Viðar inn í. Hjálpar honum að fara í vasann en aldrei rautt Talið barst þá að því að Hólmar þyrfti líkt og aðrir að vera meðvitaður um að dómarar eru mannlegir: „Hann fer í þessa tæklingu, í þessum leik, eftir allt sem er búið að gerast… Það hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu rauða spjaldi. Það er búið að púa á hann, örugglega láta hann heyra það þegar þeir fóru inn í hálfleik, hann er með þetta allt á bakinu, svo kemur Hólmar í þessa tæklingu sem lítur illa út. Það hefði enginn dómari sleppt þessu,“ sagði Baldur. „Ég er sannfærður um að það hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun, en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að enginn dómari í heiminum hefði sleppt þessu,“ sagði Gummi Ben, stjórnandi þáttarins. „Ég er hundrað prósent sammála því að það hjálpar honum að fara í rassvasann, að Valur sé manni fleiri, en þetta finnst mér vera hrein og klár mistök. Mér finnst þetta aldrei vera rautt spjald,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla Stúkan Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Hólmar fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu, þegar Valur var 2-0 yfir, og Víkingar nýttu sér það til að vinna leikinn og útiloka Valsara endanlega frá titilbaráttunni. „Þetta hefði örugglega verið frábærlega vel gert hjá Val og við værum að hrósa þeim, ef þeir hefðu bara siglt þessu heim og Hólmar hefði ekki farið í þessa tæklingu og fengið rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport. „En maður getur gagnrýnt Val fyrir að nýta sér ekki yfirtöluna, því á þessum kafla frá öðru marki Vals og fram að rauða spjaldinu á Hólmar er ekkert að gerast í leiknum. Þeir leyfa Víkingunum jafnvel bara að vera með boltann. Keyrið bara á þá, nýtið ykkur þetta, og skorið bara þriðja markið og klárið leikinn. Í staðinn kemur rauða spjaldið og það fer allt í skrúfuna hjá Val í kjölfarið,“ bætti Baldur við en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Rautt á Hólmar Atli Viðar Björnsson var vægast sagt ósammála ákvörðun dómarans Sigurðar Hjartar Þrastarsonar um að reka Hólmar af velli. „Hann fræsar hann niður“ „Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt rautt spjald. Mér finnst Hólmar vissulega verða of seinn í að teygja sig í boltann, en hann fer ekki í stoðfótinn á Danijel, ekki í gegnum hann. Hann vissulega setur fótinn fyrir, sem verður til þess að hann bregður Danijel, en það er engin þannig heift í þessu að hann eigi skilið að fá rautt spjald,“ sagði Atli Viðar og sessunaut hans var brugðið: „Það er óskiljanlegt að þú notir orðið óskiljanlegt í þessu mómenti, því þetta er klárlega ljótt brot. Hræðilegt touch og svo kemur hann af fullu afli inn í þetta,“ sagði Baldur. „Hann fræsar hann niður,“ bætti Baldur við en sagði svo: „Eina sem gæti mögulega gert það að verkum að ég sé sammála því að þetta sé ekki rautt er að lappirnar eru ekki uppi.“ „Hann er bara að teygja sig í boltann!“ skaut Atli Viðar inn í. Hjálpar honum að fara í vasann en aldrei rautt Talið barst þá að því að Hólmar þyrfti líkt og aðrir að vera meðvitaður um að dómarar eru mannlegir: „Hann fer í þessa tæklingu, í þessum leik, eftir allt sem er búið að gerast… Það hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu rauða spjaldi. Það er búið að púa á hann, örugglega láta hann heyra það þegar þeir fóru inn í hálfleik, hann er með þetta allt á bakinu, svo kemur Hólmar í þessa tæklingu sem lítur illa út. Það hefði enginn dómari sleppt þessu,“ sagði Baldur. „Ég er sannfærður um að það hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun, en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að enginn dómari í heiminum hefði sleppt þessu,“ sagði Gummi Ben, stjórnandi þáttarins. „Ég er hundrað prósent sammála því að það hjálpar honum að fara í rassvasann, að Valur sé manni fleiri, en þetta finnst mér vera hrein og klár mistök. Mér finnst þetta aldrei vera rautt spjald,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla Stúkan Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46