Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 08:49 Edmundo González á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að samþykkja ekki opinberar niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela. AP/Cristián Hernández Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Handtökuskipunin var gefin út nokkrum klukkustundum eftir að bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu Nicolás Maduro forseta í Dóminíska lýðveldinu. Ásakanirnar tengjast fullyrðingum stjórnarandstöðunnar að González hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Opinber kjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan, sum vestræn ríki og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt skort á gegnsæi í kosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar fyrir alla kjörstaði, ólíkt fyrri kosningum. Stjórnarandstaðan birti gögn sem hún sagði talningablöð frá meirihluta kjörstaða í landinu sem hún sagði sýna að González væri lögmætur sigurvegari kosninganna. Maduro hefur hótað González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fangelsi fyrir að lýsa sjálfum sér sem sigurvegurum. Þau fóru í felur vegna þess eftir kosningar. „Þau hafa misst allt veruleikaskyn. Að hóta verðandi forseta eykur aðeins samstöðu og stuðning Venesúelabúa og heimsins við Edmundo González,“ sagði Machado á samfélagsmiðlinum X um handtökuskipunina á hendur González. González ætti líklegast yfir höfði sér stofufangelsi þar sem lög í Venesúela gera ekki ráð fyrir því að fólk yfir sjötugu sé vistað í fangelsum landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Handtökuskipunin var gefin út nokkrum klukkustundum eftir að bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu Nicolás Maduro forseta í Dóminíska lýðveldinu. Ásakanirnar tengjast fullyrðingum stjórnarandstöðunnar að González hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Opinber kjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan, sum vestræn ríki og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt skort á gegnsæi í kosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar fyrir alla kjörstaði, ólíkt fyrri kosningum. Stjórnarandstaðan birti gögn sem hún sagði talningablöð frá meirihluta kjörstaða í landinu sem hún sagði sýna að González væri lögmætur sigurvegari kosninganna. Maduro hefur hótað González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fangelsi fyrir að lýsa sjálfum sér sem sigurvegurum. Þau fóru í felur vegna þess eftir kosningar. „Þau hafa misst allt veruleikaskyn. Að hóta verðandi forseta eykur aðeins samstöðu og stuðning Venesúelabúa og heimsins við Edmundo González,“ sagði Machado á samfélagsmiðlinum X um handtökuskipunina á hendur González. González ætti líklegast yfir höfði sér stofufangelsi þar sem lög í Venesúela gera ekki ráð fyrir því að fólk yfir sjötugu sé vistað í fangelsum landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29