Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 11:02 Það sauð upp úr í Kaplakrika í gær þegar FH og Stjarnan mættust. Stöð 2 Sport „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Guðmundur Kristjáns, eða Gummi eins og hann er kallaður, svaraði fyrir sig með kjaftshöggi eftir að Böðvar, eða Böddi, gaf honum olnbogaskot, í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær. „Böddi fer með olnbogann í hann, og Guðmundur slær hann bara,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Atla Viðari Björnssyni var sérstaklega misboðið vegna hegðunar Gumma Kristjáns og bætti við: „Hann gefur honum bara einn gúmoren. Bara gamla góða kjaftshöggið.“ Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Guðmundur kýlir Böðvar Búast má við því að ný málskotsnefnd KSÍ vísi atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar í ljósi þess að dómarinn, Pétur Guðmundsson, virtist missa alveg af því. Áður var það hlutverk framkvæmdastjóra KSÍ að vísa slíkum málum til aganefndar. „Eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð“ „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt. Ég held að við hljótum að vera að horfa upp á það að að minnsta kosti annar þeirra, jafnvel báðir, fari í bann þegar framkvæmdastjóri KSÍ sendir málið til aganefndar,“ sagði Atli Viðar. „Nei, nei, eigum við ekki að leyfa þeim bara… þeir voru báðir sáttir með niðurstöðuna. Vita báðir upp á sig sökina,“ sagði Baldur Sigurðsson léttur en Atli Viðar var svo sannarlega ekki á því: „Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu... Mér er svo misboðið,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira