„Eigum að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 19:08 Hallgrímur Jónasson vildi meina að KA-menn hefðu átt að fá víti. vísir/Diego Breiðablik vann 3-2 útisigur á KA í dag í fjörugum leik þar sem KA jafnaði leikinn í tvígang eftir að hafa lent undir. Með tapinu er ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildarinnar þegar ein umferð er óleikin af hefðbundinni deildarkeppni. Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Sjá meira