Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 22:01 Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. „Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent