Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:23 Bílaplönin við Hallgrímskirkju urðu gjaldskyld í sumar. Vísir/Vilhelm Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur. Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur.
Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira