Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 15:38 Repúblikanar hafa aldrei lagt fram sannanir fyrir því að Joe Biden hafi hagnast persónulega á stöðu sinni sem opinber embættismaður. Engar sannanir eru lagðar fram um það í nýrri skýrslu repúblikana. AP/José Luis Magana Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu loks fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sinnar á því sem þeir kalla embættisbrot Joes Biden Bandaríkjaforseta. Óljóst er hvort skýrslan leiði til þess að þeir kæri Biden formlega fyrir embættisbrot. Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03