Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2024 14:15 Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH, var varamaður á bekk FH í síðasta leik. Svo verður ekki í kvöld. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin. FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira