Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að fá sitt sjötta rauða spjald síðan hann mætti í Víkina. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. „Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira