Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að fá sitt sjötta rauða spjald síðan hann mætti í Víkina. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. „Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
„Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira