Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 20:01 Wayne Rooney byrjar illa hjá Plymouth. Nigel French/Getty Images Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira