Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 20:01 Wayne Rooney byrjar illa hjá Plymouth. Nigel French/Getty Images Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira