Stúlka og kona stungnar á Leicester torgi Oddur Ævar Gunnarsson og Kjartan Kjartansson skrifa 12. ágúst 2024 12:34 Mynd er úr safni. EPA-EFE/NEIL HALL Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester torgi í miðborg London í morgun. Þær hafa verið færðar á sjúkrahús, ekki í lífshættu, og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira