Ósáttur við dómarann: „Hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 22:20 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur við frammistöðu dómarans Guðmundar Páls Friðbertssonar í kvöld. vísir/diego Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna var svekktur að leik loknum á móti Tindastóls í dag. Þar sem lið hans kastaði frá sér tveggja marka forystu og misstu unnin leik niður í jafntefli á lokamínútum leiksins, 3-3. „Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira