Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 21:30 Lögreglubíll stóð í ljósum logum í Southport í kvöld. AP Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira