Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 15:52 Bebe King, Alice Dasilva Aguiar og Elsie Dot Stancombe voru allar á dansnámskeiði við tónlist Taylors Swift þegar sautján ára piltur réðst á þær vopnaður hnífi. Þær létust af sárum sínum. Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis. Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis.
Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38