Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 21:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Innlent Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Innlent Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Innlent Hörður Svavarsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum Sjá meira
Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Innlent Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Innlent Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Innlent Hörður Svavarsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum Sjá meira