Borgi sig ekki að reisa nýja varnargarða nær Grindavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 12:18 Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki vera til skoðunar að reisa nýja varnargarða norðan við Grindavík að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur en nú er gert ráð fyrir að rúmlega tvær vikur séu í næsta gos. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir innan þá sem eru þar nú þegar. Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira