Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 21:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira