Gummi Ben um bekk KR og skilaboð þjálfarans: Það eru krakkar þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 10:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, gerði ekki eina skiptingu í leiknum á móti Blikum þar sem liðið lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik og tapaði 4-2. Vísir/HAG KR-ingar hafa ekki unnið leik í Bestu deild karla í fótbolta síðan í maí. Átta leikir í röð án sigurs. Stúkan ræddi stöðuna á KR í gær og þá sérstakalega þunnan hóp Vesturbæinga. „Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
„Við vorum saman að lýsa þessum leik og þegar við sáum leikskýrslu KR-inga. Varamannabekkurinn er gjörsamlega óreyndur,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Finnur Tómas [Pálmason] er meiddur og var ekki að fara taka þátt. Jói Kristinn [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar. Ekki nánast, það eru krakkar þarna inn á milli og hafa ekki spilað leiki í deildinni,“ sagði Guðmundur. „Ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða neitt þannig séð,“ sagði Guðmundur og benti á þá staðreynd að yngri leikmenn KR eru margir skráðir í KV til að gefa þeim fleiri leiki og fleiri mínútur. Vandræðin með venslafélög „Ég er búinn að skoða aðeins í dag þá sem eru skráðir í KV og í 2. flokkinn. Þetta er erfitt þegar þú ert með svona venslafélög. Þegar þú ert með þá skráða í KV til að gefa þeim fleiri leiki og alvöru leiki þá mega þeir ekki spila með KR í Bestu deildinni,“ sagði Guðmundur. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, sendi að mati Stúkumanna óbein skilaboð til yfirmanna sinna í tapleiknum á móti Blikum með því að vera með unga og óreynda leikmenn á bekknum auk þess að gera ekki eina skiptingu í öllum leiknum. Skilaboð til stjórnar „Þessi skilaboð, hugsaði ég í gær. Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um þeir þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ sagði Guðmundur. „Maður hefur heyrt af því að þjálfarar hafi beitt slíkum brögðum að senda svona óbein skilaboð. Að nýta ekki bekinn sinn eða vera með unga og óreynda menn á bekknum,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má finna umræðuna um bekkinn og breiddina hjá KR hér fyrir neðan. Klippa: Gummi Ben: Þetta eru skilaboð til stjórnar
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira