Ákærður Barton segir Bretland verðandi bananalýðveldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2024 07:00 Verið án starfs síðan í október á síðasta ári. Matthew Ashton/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Joey Barton heldur áfram að fara hamförum á samfélagsmiðlum. Nú eftir að hann var ákærður vegna ummæla um fjölmiðla- og fyrrverandi landsliðskonunnar Eni Aluko. Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira