Ósmekkleg ummæli Joey Barton vekja hörð viðbrögð Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 08:00 Barton meðan allt lék í lyndi hjá Bristol Rovers Vísir/Getty Joey Barton hefur ekki setið auðum höndum síðan honum var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri hjá Bristol Rovers í haust en eins og margir auðnuleysingjar virðist hann helst verja tíma sínum á samfélagsmiðlum í misgáfulegum tilgangi. Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Barton virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að störfum kvenna í kringum knattspyrnulýsingar og útsendingar þegar leikið er í karladeildum. Í desember lét hann dæluna ganga á Twitter þar sem hver kvenfjandsamlegu ummælin ráku önnur en það virðist fara mjög í taugarnar á Barton að konur séu að hasla sér völl á starfsvettvangi þar sem karlar hafa ráðið ríkjum áratugum saman. Barton náði svo að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum í gær þegar hann sagði þær Eni Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þessi ummæli vöktu eðli málsins samkvæmt hörð viðbrögð marga og sá ITV ástæðu til að gefa út formlega yfirlýsingu vegna málsins, sem Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og lýsandi hjá Sky Sports, tók hressilega undir. Well done ITV. It s gone too far this and mentioning serial killers is quite simply incredible. My daughters have watched Salford City with me for 10 years and like to comment on football, my mum was kicked out of the football team ( boys in the 1960 s) and stopped playing due https://t.co/dzFxeete0b— Gary Neville (@GNev2) January 5, 2024 Svo virðist sem þessi viðbrögð fólks við ummælum Barton hafi ekki fært honum neina auðmýkt og raunar fremur forhert hann í sinni afstöðu frekar en hitt. Fólk skilji einfaldlega ekki brandara og myndlíkingar. We ve established they cannot take a joke and don t understand metaphors.So, I ll leave you with this @itvsportMeritocracy Rules! pic.twitter.com/Wu2fQnADtM— Joey Barton (@Joey7Barton) January 5, 2024 Í þessu samhengi er viðeigandi að rifja upp þann dóm sem Gummi Ben kvað upp hér um árið um þann mann sem Joey Barton hefur að geyma: „Hann er vitleysingur, fæddur þannig. Ég verð bara að fullyrða það. [...] Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira