Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 12:20 Donald Trump gengur hér inn á svið stuðningsmannafundar síns í gær. AP/Evan Vucci Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“ Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent