„Liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda” Árni Gísli Magnússon skrifar 19. júlí 2024 21:31 John Andrews, þjálfari Víkings. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin. „Algjörlega frábært. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, það er mjög erfitt, sérstaklega gegn liði sem er svona skipulagt og með frábæran þjálfara en ég verð að segja að við áttum sigurinn skilið. Mér fannst liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda, algjörlega frábærar.” Víkingsliðið kom að fullum krafti inn í leikinn og pressaði Þór/KA hátt á vellinum og hélt boltanum vel innan liðsins sem var leikplanið samkvæmt John. „Það var planið og við vissum að vindurinn myndi koma þannig við vildum spila með vindi í fyrri hálfleik svo við myndum vera ofan á eins og við gerðum og þú sagðir sjálfur. Það virkaði og mér fannst við geta verið bætt enn meira við í fyrri hálfleik því við fengum þrjú eða fjögur færi. Í seinni hálfleik þegar boltinn kom niður á jörðina og við þurftum að spila gerðum við það mjög vel þannig í heildina bara virkilega stoltur af leikmönnunum.” Lið Víkings var vel skipulagt í dag og gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og unnu fyrir hvorn annan. „Það sem þú færð alltaf frá mínum liðum er vinnusemi og gott úthald. Við spilum ekki út frá tilfinningum heldur áræðni þannig þó það væri mikil pressa sett á okkur vissum við hvað væri rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Aftasta lína og tveir varnarsinnuðu miðjumennirnir voru frábærir í dag og það hélst í hendur við næstu fjóra leikmenn sem voru að pressa hátt á vellinum. Þegar þær (Þór/KA) fóru í þriggja manna vörn pressuðum við hátt og leyfðum þeim ekki að koma boltanum á sína bestu leikmenn og það virkaði. Linda Líf gerir þetta svo á hverjum degi á æfingu þannig frábært mark”, sagði John en Linda Líf skoraði seinna mark Víkings í blálok leiksins eftir frábæran sprett. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir komuna frá Örebro og skoraði fyrsta mark leiksins. John var mjög hrifinn af henni í dag. „Við horfðum á hvernig hún spilaði á síðasti ári með Breiðablik og hvernig hún spilaði með Örebro og hugsum að hún smellpassaði í okkar leikstíl svo hún kom inn og fyllti frábærlega upp í það svæði sem þurfti. Það voru nokkur skipti sem við gátum bætt við marki en við nýttum þau tækifæri ekki. Hún passar mjög, mjög vel inn í liðið okkar. Við erum að spila með góða leikmenn; erum með Bergdísi, Selmu, Birtu, Shainu og bara allar þessar stelpur. Það er auðvelt að passa í lið þegar það er með góða leikmenn og þetta eru allt góðir leikmenn.” Bergþóra er uppalinn Bliki en samdi við Víkinga. Hvers vegna? „Ég veit það ekki, spurðu hana að því!”, sagði John léttur og hélt áfram: „Ég held að það sé vegna þess hvernig við spilum. Okkur líkar það að spila fótbolta og fá boltann niður á jörðina en þegar frábært lið eins og Þór/KA ætlar að setja boltann hátt og langt og pressa þig verðum við að hafa hjartað til að mæta þeim og berjast. Mér er alveg sama hvers vegna hún valdi okkur en ég er bara mjög glaður að hún gerði það.” Víkingar hafa ekki náð að tengja marga sigra saman í sumar og vonast John að sjálfsögðu eftir að það gangi eftir í þetta skipti. „Við verðum að reyna það núna gegn Þrótti í næstu viku. Við töpuðum gegn Val í síðasta leik. Þróttur virðist vera koma upp aftur með sinn leik og ég þarf að skoða þeirra lið aðeins og sjá hvað þær gera vel. Það væri frábært að tengja saman tvo sigra en við eigum framundan fimm og hálfs klukkustunda ferðalag í Fossvoginn og ég held að við njótum þess áður en við förum að hugsa um Þrótt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Algjörlega frábært. Það er aldrei auðvelt að koma hingað, það er mjög erfitt, sérstaklega gegn liði sem er svona skipulagt og með frábæran þjálfara en ég verð að segja að við áttum sigurinn skilið. Mér fannst liðið frábært í dag allt frá fyrsta leikmanni til hins átjánda, algjörlega frábærar.” Víkingsliðið kom að fullum krafti inn í leikinn og pressaði Þór/KA hátt á vellinum og hélt boltanum vel innan liðsins sem var leikplanið samkvæmt John. „Það var planið og við vissum að vindurinn myndi koma þannig við vildum spila með vindi í fyrri hálfleik svo við myndum vera ofan á eins og við gerðum og þú sagðir sjálfur. Það virkaði og mér fannst við geta verið bætt enn meira við í fyrri hálfleik því við fengum þrjú eða fjögur færi. Í seinni hálfleik þegar boltinn kom niður á jörðina og við þurftum að spila gerðum við það mjög vel þannig í heildina bara virkilega stoltur af leikmönnunum.” Lið Víkings var vel skipulagt í dag og gáfu leikmenn sig alla í verkefnið og unnu fyrir hvorn annan. „Það sem þú færð alltaf frá mínum liðum er vinnusemi og gott úthald. Við spilum ekki út frá tilfinningum heldur áræðni þannig þó það væri mikil pressa sett á okkur vissum við hvað væri rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Aftasta lína og tveir varnarsinnuðu miðjumennirnir voru frábærir í dag og það hélst í hendur við næstu fjóra leikmenn sem voru að pressa hátt á vellinum. Þegar þær (Þór/KA) fóru í þriggja manna vörn pressuðum við hátt og leyfðum þeim ekki að koma boltanum á sína bestu leikmenn og það virkaði. Linda Líf gerir þetta svo á hverjum degi á æfingu þannig frábært mark”, sagði John en Linda Líf skoraði seinna mark Víkings í blálok leiksins eftir frábæran sprett. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir komuna frá Örebro og skoraði fyrsta mark leiksins. John var mjög hrifinn af henni í dag. „Við horfðum á hvernig hún spilaði á síðasti ári með Breiðablik og hvernig hún spilaði með Örebro og hugsum að hún smellpassaði í okkar leikstíl svo hún kom inn og fyllti frábærlega upp í það svæði sem þurfti. Það voru nokkur skipti sem við gátum bætt við marki en við nýttum þau tækifæri ekki. Hún passar mjög, mjög vel inn í liðið okkar. Við erum að spila með góða leikmenn; erum með Bergdísi, Selmu, Birtu, Shainu og bara allar þessar stelpur. Það er auðvelt að passa í lið þegar það er með góða leikmenn og þetta eru allt góðir leikmenn.” Bergþóra er uppalinn Bliki en samdi við Víkinga. Hvers vegna? „Ég veit það ekki, spurðu hana að því!”, sagði John léttur og hélt áfram: „Ég held að það sé vegna þess hvernig við spilum. Okkur líkar það að spila fótbolta og fá boltann niður á jörðina en þegar frábært lið eins og Þór/KA ætlar að setja boltann hátt og langt og pressa þig verðum við að hafa hjartað til að mæta þeim og berjast. Mér er alveg sama hvers vegna hún valdi okkur en ég er bara mjög glaður að hún gerði það.” Víkingar hafa ekki náð að tengja marga sigra saman í sumar og vonast John að sjálfsögðu eftir að það gangi eftir í þetta skipti. „Við verðum að reyna það núna gegn Þrótti í næstu viku. Við töpuðum gegn Val í síðasta leik. Þróttur virðist vera koma upp aftur með sinn leik og ég þarf að skoða þeirra lið aðeins og sjá hvað þær gera vel. Það væri frábært að tengja saman tvo sigra en við eigum framundan fimm og hálfs klukkustunda ferðalag í Fossvoginn og ég held að við njótum þess áður en við förum að hugsa um Þrótt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó