Andrea gekk í raðir FH í vetur og lék ellefu leiki með liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Hún er nú farin aftur til Bandaríkjanna en hún lék þar áður með Houston Dash auk þess sem hún lék með háskólanum í Suður-Flórída.
BACK IN THE BAY! Tampa Bay Sun FC welcomes USF Alum Andrea Hauksdottir to the team! The midfielder last played professionally with FH Hafnarfjörður in Iceland.#EnergizeTheBay #DefendTheBay pic.twitter.com/pcs4kHolqL
— Tampa Bay Sun FC (@TampaBaySunFC) July 15, 2024
Andrea, sem er 28 ára miðjumaður, hefur einnig leikið með Breiðabliki, Le Havre í Frakklandi og Mazatlán og América í Mexíkó.
Tampa Bay Sun var stofnað í fyrra og hefur leikið í USL-deildinni á þessu ári. USL-deildin er næstefsta deildin í Bandaríkjunum.