Hringurinn þrengist í leitinni að varaforsetaefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 12:12 Rubio, Vance og Burgum eru sagðir standa eftir í leitinni að varaforsetaefni Trump. Getty Donald Trump hefur enn ekki greint frá því hvern hann hyggst útnefna sem varaforseta efni sitt en hann er sagður hafa farið fram og til baka, líkt og árið 2016. Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira