„Við viljum heim þar sem ástin sigrar“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júlí 2024 16:36 Melania Trump segir árásarmanninn hafa verið skrímsli, sem hafi litið svo á að eiginmaður hennar væri pólitísk vél, ekki mennskur. Getty „Ég hugsa nú til ykkar, mínir kæru Bandaríkjamenn. Við höfum alltaf verið sérstakt bandalag. Núna hriktir í grunnstoðum landsins okkar, en hugrekkið og skynsemin verða að rísa og sameina okkur á ný.“ Þetta eru upphafsorð yfirlýsingar sem Melania Trump gaf frá sér í dag, í kjölfar skotárásarinnar á eiginmann hennar Donald Trump. Þar sagði hún að mikilvægt væri að sýna fólki virðingu og að ástin væri ofar öllu. „Þegar ég horfði á skotárásina á eiginmann minn, áttaði ég mig á því að líf mitt og Barrons, væri á barmi þess að umturnast. Ég er þakklát fyrir hugrökku leyniþjónustumennina og lögregluþjónana sem stefndu lífi sínu í hættu til þess að vernda eiginmann minn,“ segir Melania. Þá vottaði hún fjölskyldum þeirra sem létu lífið og slösuðust samúð sína. Árásarmaðurinn „skrímsli“ Melania segir að mannlegu hliðar Trumps, hafi verið hafðar að engu. Hún sagði að árásarmaðurinn væri „skrímsli sem leit svo á að eiginmaður minn væri ómennsk pólitísk vél.“ Mikilvægt sé að muna að ólíkar pólitískar skoðanir og pólitískir leikir, eru óæðri ástinni. „Við erum öll mennsk, og í grundvallaratriðum viljum við hjálpa hver öðru. Rísum ofar hatrinu „Nú er nýr dagur, við skulum sameinast aftur á ný. Þennan morgun skulum við rísa upp fyrir hatrið, biturleikann og einföldu hugmyndirnar sem eru á bak við ofbeldi,“ segir Melania. „Ég hugsa til ykkar, mínir kæru Bandaríkjamennn. Nýir tímar blasa við okkur. Til ykkar sem hafa sýnt okkur stuðning, segi ég takk. Ég þakka þeim sem hafa haft sig yfir pólitískan ágreining okkar á milli, og munað eftir því að allir stjórnmálamenn eru karl eða kona með ástkæra fjölskyldu,“ segir Malania Trump. Færslan í heild sinni er á X. pic.twitter.com/IGIWzL6SMJ— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) July 14, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
„Þegar ég horfði á skotárásina á eiginmann minn, áttaði ég mig á því að líf mitt og Barrons, væri á barmi þess að umturnast. Ég er þakklát fyrir hugrökku leyniþjónustumennina og lögregluþjónana sem stefndu lífi sínu í hættu til þess að vernda eiginmann minn,“ segir Melania. Þá vottaði hún fjölskyldum þeirra sem létu lífið og slösuðust samúð sína. Árásarmaðurinn „skrímsli“ Melania segir að mannlegu hliðar Trumps, hafi verið hafðar að engu. Hún sagði að árásarmaðurinn væri „skrímsli sem leit svo á að eiginmaður minn væri ómennsk pólitísk vél.“ Mikilvægt sé að muna að ólíkar pólitískar skoðanir og pólitískir leikir, eru óæðri ástinni. „Við erum öll mennsk, og í grundvallaratriðum viljum við hjálpa hver öðru. Rísum ofar hatrinu „Nú er nýr dagur, við skulum sameinast aftur á ný. Þennan morgun skulum við rísa upp fyrir hatrið, biturleikann og einföldu hugmyndirnar sem eru á bak við ofbeldi,“ segir Melania. „Ég hugsa til ykkar, mínir kæru Bandaríkjamennn. Nýir tímar blasa við okkur. Til ykkar sem hafa sýnt okkur stuðning, segi ég takk. Ég þakka þeim sem hafa haft sig yfir pólitískan ágreining okkar á milli, og munað eftir því að allir stjórnmálamenn eru karl eða kona með ástkæra fjölskyldu,“ segir Malania Trump. Færslan í heild sinni er á X. pic.twitter.com/IGIWzL6SMJ— MELANIA TRUMP (@MELANIATRUMP) July 14, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira