Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:47 Valsmenn fagna öðru marka sinna í gær. Vísir/Anton Brink Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. Öryggisdeild UEFA hefur verið í sambandi við fulltrúa Vals vegna málsins samkvæmt yfirlýsingunni. Málið sé litið alvarlegum augum innan sambandsins. Auk þess hafa Valsmenn átt samtöl við fulltrúa KSÍ og Ríkislögreglustjóra vegna atburða gærkvöldsins. Samkvæmt heimildum Vísis eru Valsmenn ekki spenntir fyrir því að halda út til Albaníu eftir það sem gekk á og líflátshótanir sem stjórnarmönnum, starfsfólki og leikmönnum liðsins bárust á leiknum í gær. Stjórnarmenn og stuðningsmenn Vllaznia létu öllum illum látum þar sem dómari leiksins fékk að finna fyrir því, sem og öryggisvörður á leiknum, sem var laminn í andlitið. Nánar má lesa um málið hér. Yfirlýsingu Vals má lesa í heild sinni að neðan Yfirlýsing vegna leiks Vals og K.F. Vllaznia Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu uppákomur eftir leik Vals og K.F. Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Hlíðarenda í gær. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir hegðun sem þessa sem á auðvitað ekkert skylt við fótbolta. Valur vill jafnframt taka fram að málið hefur verið tilkynnt til UEFA og hefur öryggisdeild sambandsins verið í sambandi við forsvarsmenn okkar í morgun. Okkur hefur verið tjáð að málið sé nú til umfjöllunar þar og sé litið alvarlegum augum. Við bíðum svara. Þá hefur KSÍ verið upplýst um málið og boðið fram aðstoð sína auk þess sem við höfum verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra vegna málsins. Allur fókus okkar Valsmanna er á seinni leikinn sem fer fram í Albaníu þann 18. júlí n.k. Þann leik ætlum við að vinna og fara áfram í næstu umferð keppninnar. Við lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg og munum ekki tjá okkur frekar um málið. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Öryggisdeild UEFA hefur verið í sambandi við fulltrúa Vals vegna málsins samkvæmt yfirlýsingunni. Málið sé litið alvarlegum augum innan sambandsins. Auk þess hafa Valsmenn átt samtöl við fulltrúa KSÍ og Ríkislögreglustjóra vegna atburða gærkvöldsins. Samkvæmt heimildum Vísis eru Valsmenn ekki spenntir fyrir því að halda út til Albaníu eftir það sem gekk á og líflátshótanir sem stjórnarmönnum, starfsfólki og leikmönnum liðsins bárust á leiknum í gær. Stjórnarmenn og stuðningsmenn Vllaznia létu öllum illum látum þar sem dómari leiksins fékk að finna fyrir því, sem og öryggisvörður á leiknum, sem var laminn í andlitið. Nánar má lesa um málið hér. Yfirlýsingu Vals má lesa í heild sinni að neðan Yfirlýsing vegna leiks Vals og K.F. Vllaznia Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu uppákomur eftir leik Vals og K.F. Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Hlíðarenda í gær. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir hegðun sem þessa sem á auðvitað ekkert skylt við fótbolta. Valur vill jafnframt taka fram að málið hefur verið tilkynnt til UEFA og hefur öryggisdeild sambandsins verið í sambandi við forsvarsmenn okkar í morgun. Okkur hefur verið tjáð að málið sé nú til umfjöllunar þar og sé litið alvarlegum augum. Við bíðum svara. Þá hefur KSÍ verið upplýst um málið og boðið fram aðstoð sína auk þess sem við höfum verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra vegna málsins. Allur fókus okkar Valsmanna er á seinni leikinn sem fer fram í Albaníu þann 18. júlí n.k. Þann leik ætlum við að vinna og fara áfram í næstu umferð keppninnar. Við lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg og munum ekki tjá okkur frekar um málið. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira