Darwin Nunez slóst við áhorfendur í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:30 Darwin Nunez sést hér kominn upp í stúku eftir leikinn í nótt. EPA-EFE/BRIAN WESTERHOLT Liverpool framherjinn Darwin Nunez var kominn upp í stúku eftir tap Úrúgvæ á móti Kólumbíu í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 Enski boltinn Copa América Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024
Enski boltinn Copa América Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira