„Fjölskyldustund“ Demókrata lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 15:50 Mike Quigley frá Illinois sagðist eftir fundinn standa fastur á þeirri skoðun að Biden ætti að víkja en vildi ekki tjá sig frekar; hann væri þegar dottinn út af jólakortalistanum. AP/John McDonnell Fundi þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lauk nú fyrir stundu en til umræðu var staða Joe Biden sem forsetaefnis flokksins. Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira