Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 07:40 Það var Hakeem Jeffiries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sem boðaði til fundarins um stöðu forsetans. Getty Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira