Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 12:55 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Gabriel Attal, forsætisráðherra. Attal baðst lausnar úr embætti á fundi með Macron í morgun en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika í landinu. Christian Liewig/Corbis/Getty Images Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25