Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 07:40 Það var Hakeem Jeffiries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sem boðaði til fundarins um stöðu forsetans. Getty Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira