Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 07:54 Neil Gaiman neitar sök. Daniel Zuchnik/Getty Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum. Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum.
Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira