Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:01 Marc er að flytja til Englands á meðan Mary er að flytja frá Englandi. Vísir/Getty Images Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024 Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira