Hundsbitum fari fjölgandi Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 21:01 Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur. Vísir/Ívar Fannar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell. Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell.
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira