Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 00:04 Trump hélt kosningafund í Virginia-ríki í dag. Joe Biden vann sigur þar í kosningunum 2020, en mjótt er á munum milli þeirra í skoðanakönnunum í dag. AP/Steve Helber Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. Trump hóf mál sitt á því að hrósa sigri í kappræðunum sem fóru fram í gærkvöldi. „Þetta var stór sigur,“ sagði hann. Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum fóru fram í gærkvöldi, og flestum þótti Biden ekki eiga erindi sem erfiði. Frammistaðan var slík að umræða var um það hvort Demókratar ættu að skipta um frambjóðanda sem allra fyrst. Biden svaraði fyrir sig í dag. Trump sagði í dag að aldur Bidens ætti ekki að vera neitt vandamál, hann þekki fullt af fólki á hans aldri sem séu í fínu formi. Trump segir Biden vanhæfan burtséð frá öllum elliglöpum sökum aldurs. „Þessar kosningar eru milli styrkleika og veikleika, hæfni og vanhæfni, friðar eða stríðs,“ sagði Trump. Ósigur fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana“ Trump sagði kappræður gærkvöldsins ekki aðeins hafa verið ósigur fyrir Biden, heldur einnig fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana,“ og benti svo að fjölmiðlamönnunum sem voru á fundinum. Gærkvöldið hefði einnig verið „stór stund fyrir skynsamt fólk sem vill sjá Bandaríkin verða frábær enn á ný.“ Hann hefur enga trú á því að Biden dragi sig úr framboði. Trump vék einnig að utanríkisstefnu Bidens, sem hann sagði „veiklulega,“ og hafði uppi efasemdir um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Þá hafði hann einnig orð á stefnu Bidens í loftslagsmálum, og sagðist vilja draga úr allskonar grænum sköttum. Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Trump hóf mál sitt á því að hrósa sigri í kappræðunum sem fóru fram í gærkvöldi. „Þetta var stór sigur,“ sagði hann. Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum fóru fram í gærkvöldi, og flestum þótti Biden ekki eiga erindi sem erfiði. Frammistaðan var slík að umræða var um það hvort Demókratar ættu að skipta um frambjóðanda sem allra fyrst. Biden svaraði fyrir sig í dag. Trump sagði í dag að aldur Bidens ætti ekki að vera neitt vandamál, hann þekki fullt af fólki á hans aldri sem séu í fínu formi. Trump segir Biden vanhæfan burtséð frá öllum elliglöpum sökum aldurs. „Þessar kosningar eru milli styrkleika og veikleika, hæfni og vanhæfni, friðar eða stríðs,“ sagði Trump. Ósigur fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana“ Trump sagði kappræður gærkvöldsins ekki aðeins hafa verið ósigur fyrir Biden, heldur einnig fyrir „öfgavinstrið og falsfréttamiðlana,“ og benti svo að fjölmiðlamönnunum sem voru á fundinum. Gærkvöldið hefði einnig verið „stór stund fyrir skynsamt fólk sem vill sjá Bandaríkin verða frábær enn á ný.“ Hann hefur enga trú á því að Biden dragi sig úr framboði. Trump vék einnig að utanríkisstefnu Bidens, sem hann sagði „veiklulega,“ og hafði uppi efasemdir um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Þá hafði hann einnig orð á stefnu Bidens í loftslagsmálum, og sagðist vilja draga úr allskonar grænum sköttum.
Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29