„Við börðumst eins og ljón“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 21:21 Hallgrímur Jónasson var ánægður með sigurinn í kvöld. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti. „Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla KA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla KA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira