„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 18:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. „Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
„Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21