Manchester United missir fleiri stjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 17:01 Earps er á förum frá Man United. Marc Atkins/Getty Images Annað sumarið í röð stefnir í að kvennalið Manchester United missi nokkra af sína bestu leikmönnum. Mary Earps, sem er talin vera meðal bestu markvarða heims, er á leið frá félaginu og þá hefur verið staðfest að Lucía Garcia verði ekki áfram. Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Fyrir ári síðan fór Alessia Russo frá Man United til Arsenal og Ona Batlle samdi við verðandi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Annað árið í röð virðist félagið eiga erfitt með að halda í sína bestu leikmenn en Earps er sögð á leið til París Saint-Germain þegar samningur hennar við Rauðu djöflana rennur út. Mary Earps will leave Manchester United at the end of her contract to join Paris Saint-Germain 📝 pic.twitter.com/82k5qAAwbq— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) June 25, 2024 Hin 31 árs gamla Earps er af mörgum talin besti markvörður heims enda verið kosin sú besta í heimi af FIFA bæði 2022 og 2023. Man United hefur lengi vel reynt að framlengja samning landsliðsmarkvarðarins en aldrei náðist samkomulag. Þá hefur heyrst að PSG sé tilbúið að borga talsvert hærra og að Earps verði launahæsti markmaður kvennafótboltans eftir vistaskiptin. Earps lék ekki með enska landsliðinu í síðasta mánuði vegna meiðsla en á að baki 50 A-landsleiki og stóð vaktina þegar England varð Evrópumeistari 2022 og fór alla leið í úrslit á HM ári síðar. Earps er ekki eini leikmaðurinn sem Man United missir frítt í sumar því félagið hefur þegar opinberað að Lucía Garcia mun yfirgefa félagið þegar samningur hennar rennur út. Hún á að baki 46 A-landsleiki fyrir Spán. ℹ️ We can confirm @LuciaGarcia17 will depart the club at the end of the month.Wishing you all the best for the future, Lucia — you'll be missed ❤️#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) June 26, 2024 Man United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð en vann ensku bikarkeppnina eftir 4-0 sigur á Tottenham Hotspur í úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira