Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 14:00 Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir stöðun í Grenlæk grafalvarlega. Hafrannsóknarstofnun Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“ Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“
Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira