Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 20:04 Gestirnir, sem mættu í athöfnina við kirkjuna þegar nýja söguskiltið var afhjúpað og heimasíða kirkjunnar var opnuð föstudaginn 21. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar
Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira