Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 07:53 Daniel Hagari hefur verið andlit Ísraelshers frá því að aðgerðir hófust í kjölfar árása Hamas 7. október sl. Getty/Amir Levy Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. „Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Bein útsending: Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Erlent Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Erlent Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Erlent Fleiri fréttir Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Hafnar frekari kappræðum við Harris Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Trump vígreifur en veit betur Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fujimori er látinn „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Sjá meira
„Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Bein útsending: Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Erlent Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Erlent Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Erlent Fleiri fréttir Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Hafnar frekari kappræðum við Harris Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Trump vígreifur en veit betur Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fujimori er látinn „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Sjá meira