Félagi í Norðurvígi grunaður um stunguárás á tólf ára dreng Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:56 Tvær stunguárásir voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Valkea á sex dögum. EPA Á tæpri viku hafa tvær stunguárásir verið gerðar i sömu verslunarmiðstöð í borginni Oulu í Finnlandi. Karlmaður var handtekinn í vikunni í tengslum við aðra þeirra, grunaður um að hafa stungið tólf ára dreng. Árásirnar eru rannsakaðar sem hatursglæpir. Yle segir frá árásunum tveimur. Hinn 33 ára gamli Sebastian Lamsa var handtekinn á mánudaginn grunaður um fyrri stunguárásina, sem gerð var á fimmtudaginn í verslunarmiðstöðinni Valkea í Oulu. Lamsa er sagður þekktur öfgahægrimaður í Finnlandi. Hann var áður virkur meðlimur í samtökunum Norðurvígi (NRM) áður en yfirvöld bönnuðu starfsemi samtakanna í landinu. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisglæpi en neitað að kynþáttafordómar liggi þar að baki. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna skilgreindi Norðurvígi opinberlega sem hryðjuverkasamtök síðasta föstudag. Sem fyrr segir er Lamsa grunaður um að hafa stungið tólf ára gamlan dreng af ótilgreindum erlendum uppruna. Lögreglu grunar að árásin hafi verið kynþáttahatursglæpur. Drengurinn hlaut alvarlega áverka af árásinni að því er kemur fram í umfjöllun Yle. Á þriðjudagskvöld var önnur stunguárás gerð í sömu verslunarmiðstöð. Táningur, sem sagður er eldri en fimmtán ára, er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið 26 ára gamlan mann af asískum uppruna. Lögreglan í Oulu sagði í yfirlýsingu að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir virðast báðar árásirnar hafa verið kynþáttahatursglæpir. Lögreglu grunar að seinni árásin hafi verið gerð að frumkvæði þeirrar fyrri. Alexander Stubb forseti Finnlands segir árásirnar mikið áfall og óskar fórnarlömbum góðs bata. Þá hafa flestir ráðherrar landsins fordæmt árásirnar opinberlega. Finnland Erlend sakamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Yle segir frá árásunum tveimur. Hinn 33 ára gamli Sebastian Lamsa var handtekinn á mánudaginn grunaður um fyrri stunguárásina, sem gerð var á fimmtudaginn í verslunarmiðstöðinni Valkea í Oulu. Lamsa er sagður þekktur öfgahægrimaður í Finnlandi. Hann var áður virkur meðlimur í samtökunum Norðurvígi (NRM) áður en yfirvöld bönnuðu starfsemi samtakanna í landinu. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisglæpi en neitað að kynþáttafordómar liggi þar að baki. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna skilgreindi Norðurvígi opinberlega sem hryðjuverkasamtök síðasta föstudag. Sem fyrr segir er Lamsa grunaður um að hafa stungið tólf ára gamlan dreng af ótilgreindum erlendum uppruna. Lögreglu grunar að árásin hafi verið kynþáttahatursglæpur. Drengurinn hlaut alvarlega áverka af árásinni að því er kemur fram í umfjöllun Yle. Á þriðjudagskvöld var önnur stunguárás gerð í sömu verslunarmiðstöð. Táningur, sem sagður er eldri en fimmtán ára, er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið 26 ára gamlan mann af asískum uppruna. Lögreglan í Oulu sagði í yfirlýsingu að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir virðast báðar árásirnar hafa verið kynþáttahatursglæpir. Lögreglu grunar að seinni árásin hafi verið gerð að frumkvæði þeirrar fyrri. Alexander Stubb forseti Finnlands segir árásirnar mikið áfall og óskar fórnarlömbum góðs bata. Þá hafa flestir ráðherrar landsins fordæmt árásirnar opinberlega.
Finnland Erlend sakamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira