Ronaldo hlustaði ekki á meðan aðrir vildu Ancelotti eða Zidane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:30 Ronaldo hafði lítinn áhuga á því sem Ten Hag hafði að segja. Matthew Ashton/Getty Images Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United síðan Erik Ten Hag tók við liðinu sumarið 2022. Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira