Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. júní 2024 19:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06